Maðurinn enn ófundinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur aðstoðað við leitina.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur aðstoðað við leitina. mbl.is/HAG

Enn stendur yfir leit í Esjunni að manni sem sást þar nakinn á gangi í 600 metra hæð um hádegisbil í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur aðstoðað en veður hamlar leit því þoka, rigning og vindasamt er við fjallið.

Lögregla og björgunarsveitarmenn með  víðavangsleitarhunda  og á fjórhjólum hafa leitað í fjallinu síðustu klukkustundir en ekkert fundið.

Talið er að um sé að ræða erlendan karlmann á þrítugsaldri. Föt hans fundust fyrir neðan Þverfellshorn og bíll hans er á bílastæði neðan við fjallið. Tvær konur sem voru að koma niður af fjallinu mættu manninum og létu lögreglu vita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka