Mannslífin ber að virða

Kristín Snorradóttir.
Kristín Snorradóttir. mbl.is/Frikki

„Þetta eru ekki skítugu börnin hennar Evu sem við felum,“ segir Kristín Snorradóttir, móðir tvítugs sprautufíkils. Hún segir samfélagið verða að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru og að nauðsynlegt sé að vinna betur að bættum úrræðum fyrir fíkla. „Við erum að ræða um mannslíf og þau ber að virða.“

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ á Vogi, sagði í samtali við 24 stundir fyrr í vikunni að fíkniefnavandinn væri nú álíka mikill og síðustu tvö til þrjú ár og hefði ekki verið meiri í sögu Íslands.

Sonur Kristínar hefur verið í neyslu frá fjórtán aldri, en hefur nú verið í meðferð í á sjöunda mánuð. „Þegar ákallið kemur um hjálp frá fíklinum er farið með hann á Vog eða inn á geðdeild. Þá tekur við þessi biðtími eftir því að komast í afeitrun, þar sem þeir komast ekki inn í áframhaldandi meðferð fyrr en að afeitrun lokinni. Misjafnt er hvað sá biðtími er langur.“

Hún segir það mjög sorglegt að kerfið skuli ekki geta brugðist þannig við að fíklar séu teknir inn um leið og ákallið um hjálp kemur. „Þess í stað er fíklunum vísað frá og sagt að koma á morgun. Við sem erum innan um fíkla vitum hins vegar að sólarhringur í lífi fíkils getur öllu breytt. Ekki er víst að hann komi á morgun. Þá er hann kannski kominn í næsta skammt og örvæntingin farin. Við þurfum að ná þeim í örvæntingunni, þegar þeir eru uppgefnir.“

Ég er bara móðir

Kristín segir að hún hafi margoft þurft að setja son sinn út á götuna. Hann hafi ekki getað verið inni á heimilinu þar sem eru önnur börn.

„Núna síðast fann ég fyrir virkilegri uppgjöf hjá honum og ákvað að hjálpa honum í meðferð þar sem hann hefur nú verið í um sjö mánuði. Það var þetta eina „móment“. Samt þurfti ég að vera með hann heima í afeitrun í fimm sólarhringa. Það er ekkert rétt við það. Ég er engin hjúkrunarkona. Ég er bara móðir.“ formlega á laggirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert