Megrunarlyf fyrir 44 milljónir

 
Eitt þúsund Íslendingar borða megrunarlyf fyrir 44 milljónir á ári. Vinsælustu lyfin eru Xenical, Acomplia og Reductil en mánaðarskammtur kostar á bilinu sjö til sextán þúsund krónur. Tryggingastofnun greiðir um fjörutíu prósent af þessum kostnaði. 

Berlingske Tidendeþegar lyfið Letigen var sett í samband við nokkur dauðsföll en hefur hægt og bítandi verið að aukast síðan.

Athyglisvert í þessum samanburði er að konur eru áttatíu prósent allra neytenda í Danmörku en hér á landi eru karlar í meirihluta eða fimmtíu og þrjú prósent þeirra sem fá lyfin.

Danskir læknar eru ekki á eitt sáttir um notagildi lyfjanna. Rannsóknir á sjúkrahúsinu í Hvidovre leiða í ljós að þau leiða sjaldnast til þess að fólk missi nema þrjú fjögur kíló. Hinsvegar er á það bent að þau dragi umtalsvert úr líkum á sykursýki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka