Nýskráning ökutækja hrundi eftir gengisfall krónunnar

Nýskráning ökutækja á Íslandi dróst verulega saman eftir 17. mars í vor en þann dag lækkaði gengi krónunnar um 8,12%. Fram að 17. mars hafði heildaraukning nýskráninga á árinu verið 26,1% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá þeim degi til 18. júlí s.l. fækkað nýskráningum hinsvegar um 34,5% að meðaltali.

Umferðarstofa segir, að segja megi að 17. mars sé upphafstími mikils samdráttar í nýskráningu ökutækja á þessu ári. 

Óvænt aukning varð í nýskráningu ökutækja í maí. Umferðarstofa segir að   skýringin á þessu sé fyrst og fremst nýskráning mikils fjölda bílaleigubíla sem margar hverjar voru á þessum tíma að endurnýja bílaflota sinn.

Umferðarstofa 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert