,,Obama er ljósið í myrkrinu"

00:00
00:00

Hundruð þúsunda hlýddu á banda­ríska for­setafram­bjóðand­ann Barack Obama  þegar hann hélt ræðu í Berlín í dag. Var hon­um tekið sem rokk­stjörnu og mál manna að þarna væri maður­inn kom­inn sem myndi bæta tengsl­in milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu.

Svavar Knút­ur Krist­ins­son, tón­list­armaður, er á tón­leika­ferðalagi í Berlín og var viðstadd­ur ræðu Obama sem lauk fyr­ir stundu. Seg­ir hann að upp­lif­un­in hafi verið ótrú­leg.

,,Það var ótrú­leg stemn­ing á svæðinu, ekki ósvipuð því og rokk­stjarna væri kom­in á staðinn. Hér voru allra þjóða kvik­inda og senni­lega meira af út­lend­ing­um en Þjóðverj­um. Fólk var að koma hingað sér­stak­lega frá Banda­ríkj­un­um og öðrum Evr­ópu­lönd­um, bara til þess að sjá hann. Fólk sagði við mig: Ég vil geta sagt barna­börn­un­um að ég hafi verið hér.”

Svavar sagði meiri­hluta viðstaddra hafa verið ungt fólk. Víða mátti sjá skilti með nafni Obama og setn­ing­um eins og Barack’n roll enda hefði allt um­hverfið verið eins og risa­stór­ir tón­leik­ar væru í borg­inni en ekki stjórn­mála­maður.

,,Alls staðar mátti sjá bjór­sölust­anda, sölu­menn með ýms­an varn­ing eins og stutterma­boli með mynd Obama, der­húf­ur og ann­an varn­ing. Menn bera líka svo mikl­ar von­ir til hans,” seg­ir Svavar.

Obama helgaði ræðu sína ut­an­rík­is­mál­um og sagði að Berlín væri tákn­mynd frels­is­ins. Hann sagði að mik­il­vægt væri að Banda­ríkja­menn áttuðu sig á al­heims­sam­hengi fá­tækt­ar og um­hverf­is­vanda og að ræt­ur ým­issa vanda­mála sem steðjuðu að Banda­ríkja­mönn­um væri að finna í fá­tækt. Það væru hags­mun­ir allra að vinna í sam­ein­ingu að því að leysa vanda­mál eins og fá­tækt og um­hverf­is­vanda­mál. Dreifa þyrfti bet­ur auðæfum heims­ins og vinna að jöfnuði. Banda­ríkja­menn þyrftu að skilja að ræt­ur hryðju­verka lægju oft í fá­tækt. Þess­ir gömlu banda­menn, Evr­ópa og Banda­rík­in, þyrftu að vinna sam­an.

Und­ir­tekt­ir al­menn­ings voru gríðarlega góðar, seg­ir Svavar Knút­ur. Tekið var und­ir með húrra­hróp­um og lófa­taki eft­ir nán­ast hverja ein­ustu setn­ingu. ,„Ég talaði við marga og svo virðist sem fólk líti á hann sem ljósið í myrkr­inu, að ef hann hann nái kjöri þá eigi hann eft­ir að sam­eina heim­inn.”

Svavar sagði að end­ingu að það væri mál manna að hefði John McCain, mót­fram­bjóðandi Obam­as, komið í heim­sókn hefði hann tæp­lega getað fyllt eitt hús.

Ræða Obam­as í heild 

Barack Obama veifar til fjöldans í Berlín.
Barack Obama veif­ar til fjöld­ans í Berlín. Reu­ters
Barack Obama í Berlín í dag.
Barack Obama í Berlín í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka