Skrásetja klósettferðir

00:00
00:00


Leiðsögu­menn voru í gær beðnir að halda dag­bók um kló­sett­ferðir sín­ar á ferðalög­um um landið. Ástæðan er hörð gagn­rýni á útisal­erni frá fé­lags­mönn­um að und­an­förnu. Ferðamála­stjóri vill nota upp­lýs­ing­arn­ar til að bæta úr ástand­inu.

Ragn­heiður Björns­dótt­ir formaður Fé­lags leiðsögu­manna sendi fé­lags­mönn­um dag­bók frá ferðamála­stjóra þar sem seg­ir að til þess að fá raun­hæft mat á ástand­inu séu leiðsögu­menn beðnir að meta og skrá­setja ástand, sal­erna, göngu­stíga og hrein­læt­is á viðkomu­stöðum.

Hún seg­ir að beiðni ferðamála­stjóra hafa komið þægi­lega á óvart enda sé sjálfsagt að leita til leiðsögu­manna um slík­ar upp­lýs­ing­ar þar sem þeir séu ávallt á ferðinni á helstu ferðamanna­stöðum. Hún von­ast eft­ir góðri þátt­töku í verk­efn­inu en minn­ir fé­lags­menn á að skrá dag­setn­ingu og tíma þar sem það geti hist þannig á að um tíma­bundið vanda­mál sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert