Afhentu Friðriki Sophussyni brottvísunarbréf

Friðrik Sophusson.
Friðrik Sophusson. mbl.is/Ásdís

Um­hverf­is­vernd­ar­hreyf­ing­in Sa­ving Ice­land af­henti í morg­un Friðriki Soph­us­syni, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, brott­vís­un­ar­bréf, þar sem fram kem­ur að Friðriki og fjöl­skyldu hans sé gert að yf­ir­gefa hús sitt fyr­ir kl. 12 í dag, vegna hags­muna þjóðar­inn­ar. Ef ekki, verði eign­ar­námi beitt.

Um leið og Friðriki var af­hent bréfið voru fyr­ir­huguð virkj­un­ar­áform Lands­virkj­unn­ar í Þjórsá for­dæmd, sem og hót­un­um fyr­ir­tæk­is­ins um vald­beit­ingu gegn land­eig­end­um við ánna, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Sa­ving Ice­land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert