Afhentu Friðriki Sophussyni brottvísunarbréf

Friðrik Sophusson.
Friðrik Sophusson. mbl.is/Ásdís

Umhverfisverndarhreyfingin Saving Iceland afhenti í morgun Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar, brottvísunarbréf, þar sem fram kemur að Friðriki og fjölskyldu hans sé gert að yfirgefa hús sitt fyrir kl. 12 í dag, vegna hagsmuna þjóðarinnar. Ef ekki, verði eignarnámi beitt.

Um leið og Friðriki var afhent bréfið voru fyrirhuguð virkjunaráform Landsvirkjunnar í Þjórsá fordæmd, sem og hótunum fyrirtækisins um valdbeitingu gegn landeigendum við ánna, að því er segir í tilkynningu frá Saving Iceland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert