Búist við fleirum á þjóðhátíð en í fyrra

mbl.is

Það hef­ur vakið at­hygli hve vel skipu­lögð þjóðhátíð í Eyj­um er jafn­an og öll um­gjörðin um hátíðina glæsi­leg eft­ir því. Enda seg­ir Friðbjörn Val­týs­son, fram­kvæmda­stjóri ÍBV, að ef eitt­hvað bjáti á sé vara­áætl­un alltaf til.

„Ef það eru ein­hver vand­ræði með veður þá höf­um við meðal ann­ars opnað alla íþrótta­sali fyr­ir gesti og við höf­um stund­um þurft á því að halda. Við höf­um vit­an­lega mjög mikla reynslu af að taka á móti fólki og erum með alls kon­ar áætlan­ir í gangi, ef eitt­hvað út af bregður. Gæsl­an hjá okk­ur er mjög öfl­ug en hún sam­an­stend­ur af 25 björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um, sex lög­regluþjón­um og fimm sjúkra­flutn­inga­mönn­um. Svo má ekki gleyma sál­gæslu- og læknateym­inu okk­ar en þau eru á vakt alla þjóðhátíðina. Auk þess erum við með for­eldra­vakt enda hugs­um við vel um ung­ling­ana sem og aðra sem hingað koma. Við erum í mjög miklu sam­starfi við lög­regl­una og það hef­ur gengið mjög vel und­an­far­in ár. Þeir eru með öfl­uga fíkni­efna­vakt og það má eig­in­lega segja að und­an­far­in ár hafi okk­ur nán­ast tek­ist að úti­loka fíkni­efna­neyslu hér. Það er eitt­hvað sem við leggj­um mikla áherslu á og höf­um gert und­an­far­in ár. “

Í daln­um má finna ýmsa þjón­ustu sem gest­ir þjóðhátíðar þurfa á að halda, svo sem sölu­búðir, muna­geymslu sem opin er all­an sól­ar­hring­inn, bekkjar­bíla, kaffitjald og fleira. Friðbjörn seg­ir bekkjar­bíl­ana órjúf­an­leg­an hluta af þjóðhátíð og ját­ar að þeir séu mikið notaðir á hátíðinni. „Þess­ir hefðbundnu bekkjar­bíl­ar eru svaka­lega vin­sæl­ir og eitt af sér­ein­kenn­um þjóðhátíðar. Þetta eru vöru­bíl­ar sem tjaldað er yfir og þeir flytja fólk úr og í dal­inn. Það er alltaf mjög skemmti­leg stemn­ing í bekkjar­bíl,“ seg­ir Friðbjörn og bæt­ir við að ásókn­in í þjóðhátíð í ár sé mjög mik­il. „Við bú­umst við mikl­um mann­fjölda og held­ur fleir­um en komu hingað í fyrra.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert