Dísarlandið brennur

Slökkviliðið í Bolungarvík hefur fengið að nota húsin til æfinga og hafði sér til fulltingis slökkviliðsmenn frá Ísafirði og Súðavík. Við götuna standa mörg dýrustu húsin í bænum, glæsileg og nýleg einbýlishús sem voru byggð á níunda áratugnum. 

Sigurgeir Jóhannsson fyrrverandi íbúi í Díslarlandi 14 sem fékk nítján milljónir fyrir rúmlega 300 fermetra tveggja hæða einbýlishús við Dísarland hefur nú nýlokið við að byggja sér annað hús. Það er einungis 220 fermetrar en kostaði fjörutíu og fimm milljónir. Hann sagði mikla eftirsjá að Dísarlandinu, þar hefði búið gott og duglegt fólk. Hann sagði að fáir fyrrverandi íbúar hefðu verið viðstaddir brunaæfinguna í gær. Flestir virtust forðast að fara þangað.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert