Í frétt á MBL vefsjónvarpi um notkun megrunarlyfja var ranglega sagt í niðurlagi að fleiri karlar notuðu lyfið hér en konur. Þessar upplýsingar höfðu komið frá Tryggingastofnun ríkisins en mistök urðu í útreikningum stofnunarinnar sem hún hefur nú leiðrétt og biðst velvirðingar á.
Hið rétta er að af notendum lyfsins hér eru tæp áttatíu prósent konur og rúm 20 prósent karlar.