Gaskútar vinsælir hjá þjófum

„Það kem­ur upp svona far­ald­ur öðru hvoru á sumr­in. Menn reyna að skila þessu og fá skila­gjald,“ seg­ir Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Tölu­vert er um að gaskút­um sé stolið af tjald­vögn­um og gasgrill­um í skjóli næt­ur. Hafa komið upp mörg slík til­felli í sum­ar. Viðmæl­andi Morg­un­blaðsins hef­ur lent í því tvisvar með skömmu milli­bili að kút­ar séu fjar­lægðir af vagni henn­ar. Geir Jón seg­ir að fá til­vik hafi komið upp um að fólk sé að sniffa gasið að und­an­förnu, um sé að ræða „krakka sem vant­ar pen­ing.“

Fólk skil­ar kút­un­um á bens­ín­stöðvar og er skila­gjald frá 2.000-9.000 kr. eft­ir stærð og eðli kút­anna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert