Ítrekuðu andstöðu við virkjanir

Hópurinn við Urriðafoss.
Hópurinn við Urriðafoss.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, og Ellert B. Schram, alþingismaður, ítrekuðu á fundi á Suðurlandi í gærkvöldi andstöðu sína við virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár. Um var að ræða fund, sem hópur samfylkingarfólks átti með íbúum á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Samfylkingunni nýttu íbúarnir tækifærið og spurðu Björgvin af hverju hann hafi tekið skóflustungu að nýju álveri í Helguvík.Björgvin sagðist ekki hafa tekið sérstaka afstöðu til álversins í Helguvík.

Ferð samfylkingarmanna að Þjórsárbökkum var, að sögn flokksins,  farin til að kynna sér fyrirhuguð virkjunaráform og sýna stuðning sinn við heimamenn sem andæfa náttúruspjöllum á svæðinu. 

Heimasíða Samfylkingarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka