Mærudagar en ekki mæðudagar

Fjölmenni var við setningu Mærudaganna við Húsavíkurhöfn í gærkveldi.
Fjölmenni var við setningu Mærudaganna við Húsavíkurhöfn í gærkveldi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson.

Mærudagarnir á Húsavík ná hámarki um helgina en þeir hófust í gær þegar hátt í þúsund manns tóku þátt í hverfagrillum og skrúðgöngu niður á hafnarstétt þar sem Mærudagarnir voru formlega settir.
 
Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Húsavík hefur í dag verið mikið líf og fjör í bænum og fjölmenni mikið. Dagskráin sé svo fjölbreytt að hægt sé að vera að frá morgni til kvölds við allskonar skemmtanir.
 
Í kvöld er meðal annars fjölskyldudansleikur á hafnarstéttinni, brenna og fjöldasöngur ásamt hinni vinsælu miðnætursiglingu Norðursiglingar.

Í dag hljómaði Marimbatónlist í miðbæ Húsavíkur og vakti óskipta …
Í dag hljómaði Marimbatónlist í miðbæ Húsavíkur og vakti óskipta athygli vegfarenda sem kunnu vel að meta. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert