Svör við athugasemdum Útlendingastofnunar vegna máls Paul Ramses eru nú hjá Dómsmálaráðuneyti. Lögmaður Ramses vonast eftir skjótri málsmeðferð.
Lögmaður Paul Ramses, Katrín Theodórsdóttir, segir að athugasemdir Útlendingastofnunar vegna kæru sinnar í máli Paul Ramses hafi borist sér síðastlinn föstudag. Þeim hafi hún svarað á miðvikudag og sent Dómsmálaráðuneytinu.
„Svo vonar maður bara að þetta verði tekið fyrir sem allra fyrst,“ segir Katrín.
„Ég trúi heldur ekki öðru að það verði gert, þetta er afar óþægilegt mál,“ sagði Katrín að lokum.
Keníamanninum Paul Ramses var vísað úr landi í byrjun mánaðarins. Það hefur verið kært. Kona Pauls og barn mega dveljast í landinu þar til úrskurðað hefur verið í máli hans. Hann dvelst nú í búðum fyrir hælisleitendur í Róm.