Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af

Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun
Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun Af vefnum hengill.nu

Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­stjóri, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann seg­ir al­veg ljóst, að Bitru­virkj­un hafi verið sleg­in af meðan á sam­starfi nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta stend­ur. Yf­ir­lýs­ing­in er send vegna um­mæla Kjart­ans Magnús­son­ar, for­manns stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur, í Frétta­blaðinu, um að ekki hafi verið hætt við virkj­un­ina held­ur hafi und­ir­bún­ingi verið hætt á meðan málið sé skoðað bet­ur. 

Yfiir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

„Um ára­bil hef­ur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn haft lyk­il­stöðu í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur til að koma í veg fyr­ir að þau um­hverf­is­sjón­ar­mið sem lágu til grund­vall­ar því að Bitru­virkj­un var sleg­in af næðu fram að ganga. Sama hef­ur raun­ar gilt varðandi önn­ur orku- og virkj­ana­mál á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vik­ur þar sem R list­inn samþykkti á sín­um tíma þátt­töku Reykja­vík­ur­borg­ar í Kára­hnjúka­virkj­un. Ýmis önn­ur um­hverf­is­sjón­ar­mið eins og til dæm­is vernd­un menn­ing­ar­minja og gam­all­ar byggðar hafa einnig átt und­ir högg að sækja í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur af sömu or­sök­um. Í því sam­bandi má nefna að Vinstri græn­ir þurftu í valdatíð R list­ans að ganga á bak orða sinna í hús­vernd­ar­mál­um. Ég hef hins veg­ar ekki hugsað mér að fram­fylgja ann­arri stefnu í um­hverf­is­mál­um eft­ir að ég varð borg­ar­stjóri en þeirri sem ég hef staðið fyr­ir frá því ég var í minni­hluta í borg­ar­stjórn.

Það er al­veg ljóst að Bitru­virkj­un hef­ur verið sleg­in af.Vanga­velt­ur um annað eru óþarfar á meðan nú­ver­andi meiri­hluti F-lista og Sjálf­stæðis­flokks er við stjórn borg­ar­inn­ar, enda er ákvörðunin í sam­ræmi við þær grænu áhersl­ur sem kveðið er á um í mál­efna­samn­ingi meiri­hlut­ans."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert