Segja borgarstjóra fara með rangt mál

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Svandís Svavars­dótt­ir og Árni Þór Sig­urðsson, borg­ar­full­trú­ar VG, segja að borg­ar­stjóri verði að una því að heil­indi hans séu dreg­in í efa. Hann fari að auki með rangt mál í yf­ir­lýs­ing­um sín­um varðandi Kára­hnjúka­virkj­un.

„Á dög­un­um voru þau boð lát­in út ganga frá skrif­stofu borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík að heil­indi hans skuli ekki dreg­in í efa. Í lýðræðisþjóðfé­lagi, þar sem skoðana­frelsi á að ríkja, verður jafn­vel borg­ar­stjór­inn í Reykja­vík að sæta því að mál­flutn­ingi hans sé mót­mælt og jafn­vel heil­ind­in í efa dreg­in.

Í yf­ir­lýs­ingu borg­ar­stjóra frá í dag, vegna Bitru­virkj­un­ar, seg­ir borg­ar­stjóri m.a: „R list­inn samþykkti á sín­um tíma þátt­töku Reykja­vík­ur­borg­ar í Kára­hnjúka­virkj­un." Borg­ar­stjóra hlýt­ur að vera full­ljóst að þessi full­yrðing stenst ekki. Kára­hnjúka­virkj­un var samþykkt í borg­ar­stjórn með 9 at­kvæðum gegn 5 en einn full­trúi sat hjá. Borg­ar­full­trú­ar úr Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn­ar­flokki (8 tals­ins) auk þáver­andi borg­ar­stjóra, nú­ver­andi for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, samþykktu ábyrgð borg­ar­inn­ar á virkj­un­inni. Báðir borg­ar­full­trú­ar úr Vinstri græn­um, tveir borg­ar­full­trú­ar úr Sam­fylk­ingu auk nú­ver­andi borg­ar­stjóra greiddu at­kvæði gegn virkj­unni. Rétt skal vera rétt.

Mál­flutn­ing­ur borg­ar­stjóra ein­kenn­ist ekki af „heil­ind­um" þegar hann hagræðir sann­leik­an­um í því skyni að varpa dýrðarljóma á sjálf­an sig."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert