Stálu fartölvum úr verslun Opinna kerfa

HP Pavilion fartölvan sjaldgæfa er ansi skrautleg eins og sést …
HP Pavilion fartölvan sjaldgæfa er ansi skrautleg eins og sést á myndinni.

Brotist var inn í verslun Opinna kerfa að Höfðabakka 9 í Reykjavík í nótt. Höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér nokkrar HP fartölvur, þar á meðal tölvur úr nýrri línu sem kynnt hefur verið fyrir skólavertíðina sem hefst á næstu vikum.

Samkvæmt upplýsingum frá Opnum kerfum sker ein af þeim tölvum, sem þjófarnir höfðu á brott með sér, sig nokkuð úr og en engin slík tölva hefur verið seld enn sem komið er á Íslandi. Um er að ræða MTV útgáfu af HP Pavilion fartölvu.

Vilja lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólk Opinna kerfa biðja fólk að hafa opin augun og tilkynna tafarlaust til lögreglu ef vart verður við tölvuna eða aðila sem eru að selja nýjar HP fartölvur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert