Syrgir gömlu Stálsmiðjuna.

Gamla Stálsmiðjan heyrir brátt sögunni til. Tveir menn á stórvirkum vinnuvélum eru nú í fullu starfi við að jafna hana við jörðu. Þar eiga að rísa íbúðarblokkir.

Starfsmenn Stálsmiðjunnar voru tregir til að yfirgefa gamla vinnustaðinn.

Bíða þurfti í sex vikur með að hefja niðurrifið. Því verður lokið að fullu eftir um það bil mánuð. 

Í morgun fór þakið sem að margra mati einkenndi Stálsmiðjuna og setti svip sinn á Hafnarsvæðið. Gamlir starfsmenn þurftu að harka af sér. Grétar Sigurðsson sagði bæði sorglegt og ömurlegt að horfa á gamla vinnustaðinn rifinn. Hann hefði verið þarna í fimmtíu ár og verið stór hluti af lífinu allan þann tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert