Ólöf Nordal alþingismaður og nefndarmaður í umhverfisnefnd Alþingis segir að bókun stjórnar Eyþings um afstöðu umhverfisnefndar vegna staðsetningar væntanlegrar Byggingarstofnunar utan höfuðborgarsvæðisins byggi á misskilningi.
Í bókun Eyþings segir meðal annars að afstaða nefndarinnar til staðsetningar stofnunarinnar sé einkennandi fyrir úrræða- og metnaðarleysi sem einkennt hafi aðgerðir Alþingis á undanförnum árum í staðsetningu verkefna og starfa á vegum ríkisins. Það er fréttavefurinn Vikudagur sem skýrir frá þessu.
Ólöf segir að umhverfisnefnd hafi ekki tekið afstöðu í málinu og enn hafi ekki verið rætt um hugsanlega staðsetningu stofnunarinnar. Hún segir landsbyggðarþingmenn í nefndinni hafa horft út á landsbyggðina hvað staðsetningu varðar.
Meira á vef Vikudags.