Borga tuttugu smávirkjanir í Afganistan

Á verkstæði í Kabúl.
Á verkstæði í Kabúl.

Fram­kvæmd­ir við vatns­afls­virkj­an­ir í Ghor-héraði, ein­um af­skekkt­asta lands­hluta Af­gan­ist­ans, eru komn­ar á full­an skrið, en ut­an­rík­is­ráðuneyti Íslands fjár­magn­ar þær að fullu.

Íslenska friðargæsl­an gekk frá þriggja ára samn­ingi við fé­laga­sam­tök­in In­ternati­onal Ass­ist­ance Missi­on um smíði virkj­an­anna í fyrra.

Ragn­heiður Kol­söe þró­un­ar­fræðing­ur hafði um­sjón með verk­efn­inu og á þátt í að fjöl­marg­ir geta nú nýtt sér raf­magn í fyrsta skipti.

„Virkj­an­irn­ar eru byggðar í klös­um. Þorp sem eru til­tölu­lega ná­lægt hvert öðru eru tek­in fyr­ir. Það voru fjór­ar virkj­an­ir byggðar í fyrra, átta verða byggðar í ár og átta á næsta ári,“ seg­ir Ragn­heiður. „Fólk í þess­um þorp­um býr við mjög frum­stæður aðstæður. Flest­ir eru í sjálfsþurft­ar­bú­skap. Mennt­un­arstig er lágt hjá full­orðnum og marg­ir hvorki læs­ir né skrif­andi.“

Með virkj­un­un­um er lífsviður­væri fólks í Ghor-héraðinu bætt stór­lega. „Í fyrsta lagi hef­ur þetta þá þýðingu að íbú­ar Ghor-héraðs eru komn­ir með ljós og þurfa ekki að styðjast leng­ur við lukt­ir á kvöld­in. Þetta dreg­ur úr meng­un en önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­ar eru mjög al­geng­ir. Þetta leng­ir dag­inn hjá fólk­inu og börn­in geta lært heima. Svo get­ur þetta hjálpað fólk­inu við að koma meiru í verk og eyk­ur því fram­leiðslu. Það er því al­veg ljóst að þetta bæt­ir stór­lega aðstæður fólks og líðan,“ seg­ir Ragn­heiður.

Í Ghor-héraði eru 10 sýsl­ur og er reynt að virkja jafnt í sýsl­un­um. Héraðið er inni í miðju landi og eru sam­göng­ur mjög bág­born­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert