Enn í lífshættu

Frá slysstað í gærkvöldi.
Frá slysstað í gærkvöldi. Ljósmynd/Ómar Bragi

Tveir menn, sem fluttir voru með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílveltu á Holtavörðuheiði í gærkvöldi, eru enn á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. 

Að sögn læknis hlutu mennirnir töluverða áverka í slysinu, sér í lagi sá sem var farþegi í aftursæti en hann kastaðist út úr bifreiðinni. Hann var ekki í bílbelti. Er hann enn í lífshættu og verður áfram í öndunarvél á deildinni. Vonir standa til að færa megi ökumanninn af gjörgæsludeild í dag.

Farþegi í framsæti bílsins var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en fékk að fara heim í gær að lokinni skoðun.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert