Fjölbreyttar skemmtanir

Sveiflan hljómar á Mærudögum á Húsavík.
Sveiflan hljómar á Mærudögum á Húsavík. Benedikt Kristinsson

Mikið er um að vera á land­inu í dag, þessa helgi sem aðrar í sum­ar. Nán­ast all­ir lands­fjórðung­ar hafa upp á eitt­hvað að bjóða. Veðrið á að leika við lands­menn eitt­hvað fram eft­ir helgi og því upp­lagt að leggja land und­ir fót. All­ir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi.

Hér verður stiklað á því helsta sem um er að vera á lands­byggðinni í dag:

Á Tálknafirði er hátíðin Tálkna­fjör og er þetta í þriðja sinn sem þessi hátíð er hald­in. Þunga­miðja hátíðar­inn­ar er í dag en þá verður meðal ann­ars göngu­hátíðin Svart­fugl­inn, strand­blak, tón­leik­ar, dorg­veiði og kaffi­húsa­kvöld. Fyr­ir yngri kyn­slóðina er boðið upp á pínu golf og hoppi­k­astala. Um kvöldið verður svo diskó­tek. Hátíðinni lýk­ur á morg­un sunnu­dag með messu í Tálkna­fjarðar­kirkju.

Á Húsa­vík eru Mæru­dag­ar og taka þeir við af Sænsku dög­un­um sem lauk í vik­unni. Á Mæru­dög­um er boðið upp á fjöl­breytta dag­skrá. Þar verður meðal ann­ars í dag hraðfiski­mót, strand­bolti, lata­bæj­ar­hlaup, leik­sýn­ing­in Galdra­karl­inn í Oz, krafta­keppni, hesta­sýn­ing, forn­bíla­sýn­ing og fjöl­skyldu­hátíð með ýms­um uppá­kom­um. Á morg­un verður sögu­ganga, Mærukapp­hlaup fyr­ir börn­in og garðaskoðun.

Hér má sjá dag­skrá Mæru­daga.

Á Ögri við Ísa­fjarðar­djúp verður hið ár­lega Ögur­ball haldið sam­komu­hús­inu við Ögur­bæ­inn í kvöld. Þar mun dú­ett­inn Halli og Þór­unn spila sveita­balla­tónlist og ballgest­ur boðið upp á rabarbara­graut með rjóma í boði Maríu hús­freyju í Ögri. Löng hefð er fyr­ir ball­inu og er talið að fyrsta ballið hafi ekki byrjað seinna en árið 1926. Böll­in lágu niðri um nokk­urt skeið en árið 1998 var það end­ur­vakið. Ballið hef­ur verið vel sótt og fólk tjald­ar gjarn­an á tjald­stæðinu við sam­komu­húsið. All­ur ágóði renn­ur óskipt­ur til viðhalds og upp­bygg­ing­ar sam­komu­húss­ins í Ögri.

Á Hvammstanga er nú Ung­lista­hátíðin Eld­ur í Húnaþingi og fer hún fram í fé­lags­heim­ili staðar­ins. Hátíðin hef­ur farið fram ár­lega síðan 2003. Skipu­leggj­end­ur eru ungt fólk úr Húnaþingi vestra og er því breyti­legt hverj­ir skipu­leggja hátíðina frá ári til árs. Í dag verður meðal ann­ars skrúðganga, karni­val, hesta­sýn­ing og böll fyr­ir börn og svo full­orðna á eft­ir. Á morg­un verður sund­laug­ar­ball, kodda­slag­ur og tón­leik­ar.

Hér má sjá dag­skrá hátíðar­inn­ar.

Á Fá­skrúðsfirði standa yfir Fransk­ir dag­ar. Þar verður meðal ann­ars ekta Fransmaður í safn­inu Frans­menn á Íslandi, íklædd­ur frönsk­um sjó­ara­föt­um. Seg­ir hann gest­um frá þeim tíma er land­ar hans voru hér við veiðar. Þá munu fransk­ir Ver­ald­ar­vin­ir elda franska rétti og bjóða gest­um upp í dans í dag. Þá verða tón­leik­ar með feðgun­um Bergþóri Páls­syni og Braga Bergþórs­syni ásamt Þóru Fríðu Sæ­munds­dótt­ur pí­anó­leik­ara. Í dag verður sömu­leiðis minn­ing­ar­hlaup, fjöl­skyldu­hátíð, línu­dans, trjónu­bolti, harmonikku­dans­leik­ur, ball og fleira. Á morg­un sunnu­dag verður til dæm­is Fá­skrúðsfjarðar­hlaup, leik­ritið Soffía mús, æv­in­týra­stund og loka­hátíð.

Dag­skrá hátíðar­inn­ar.

Á Seyðis­firði má fara á Smiðju­hátíðina og er það Tækni­m­inja­safn Aust­ur­lands sem stend­ur fyr­ir henni. Er hér á ferðinni fræðandi fjöl­skyldu­hátíð. Þar verður hægt að sjá eld­smíði, spuna úr hross­hár­um, hnífa­smíði, málsmsteypu og físi­belgja­gerð. Í kvöld verður svo Bryggju­ball þar sem harmonikk­an fær að njóta sín. Mat­ur verður alla daga á safna­svæðinu og er hann af hefðbundnu tagi, hangi­kjöt með öllu verður til dæm­is aðal­rétt­ur­inn á morg­un.

Dag­skrá hátíðar­inn­ar

Á Vopnafirði eru Vopna­fjarðardag­ar. Er það marg­vís­leg dag­skrá að venju. Í dag er til dæm­is úti­skemmt­un á plani Miklag­arðs þar sem Söngv­a­borg kem­ur meðal ann­ars fram. Einnig verður þar fjöl­skyldu­skemmt­un og dans­leik­ur með hljóm­sveit Siggu Bein­teins. Á morg­un verður létt­messa í Vopna­fjarðar­kirkju þar sem Ell­en Kristjáns og Eyþór Gunn­ars­son taka þátt. Molakaffi verður á eft­ir messu. Göngu­hátíðin Svart­fugl stend­ur þar sömu­leiðis yfir og er boðið upp á mis­mun­andi göngu­ferð alla dag­ana en hún stend­ur yfir 24. – 27.júlí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert