Flug Ólympíufara kostar 9 milljónir

Þátttakendur í Ólympíuleikunum fyrir Íslands hönd verða 50 í þetta skipti, en haldið verður til Peking að minnsta kosti viku fyrir keppni sem stendur yfir frá 8. til. 24. ágúst. Þar af eru 28 keppendur en 22 aðstoðarmenn og þjálfarar.

Samkvæmt upplýsingum frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands greiðir Alþjóðaólympíusambandið fyrir uppihald og gistingu alls hópsins meðan á keppni stendur, auk hluta flugfargjaldsins.

Kostnaður vegna flugs hvers Ólympíufara er talinn vera um 300 þúsund, en á móti því kemur styrkur upp á um 120 þúsund fyrir hvern einstakling, samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ. Heildarkostnaður ÍSÍ vegna flugs hópsins verður því um 9 milljónir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Finnur Ólafsson Thorlacius: Dýrt
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert