Freyja sólar sig

Björk Óðinsdóttir sólar á Strandgötunni.
Björk Óðinsdóttir sólar á Strandgötunni. Þorgeir Baldursson

Veðrið leik­ur við Ak­ur­eyr­inga og gesti bæj­ar­ins þessa dag­ana og út­litið fyr­ir næstu daga er nokkuð gott. Hvað er þá betra en að sóla sig, líkt og Björk Óðins­dótt­ir gerði á Strand­götu.
 
Björk er þátt­tak­andi í fjöll­ista­hópn­um „Skap­andi sum­arstörf“ sem sett hef­ur skemmti­leg­an svip á bæ­inn í sum­ar.

Í þessu til­felli var hún meðal ann­ars kynnt sem Íslend­ing­ur­inn Freyja og að henn­ar mark­mið í líf­inu sé að verða brún á kropp­inn líkt og Jenni­fer Lopez og að hún nýti hvert tæki­færi sem gef­ist til að setj­ast fá­klædd í sól­ina. Starf fjöll­ista­hóps­ins miðar að því að hleypa nýju lífi í miðbæ­inn og kynna bæ­inn fyr­ir ferðafólki, auk þess að taka á móti farþegum skemmti­ferðaskip­anna sem til bæj­ar­ins koma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert