Gagnrýna mannaráðningar

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Golli

Sam­fylk­ing­in í Kópa­vogi gagn­rýn­ir, að ráðið hafi verið í nokk­ur af helstu embætt­um bæj­ar­ins án aug­lýs­ing­ar. Á auk­fa­fundi bæj­ar­ráðs í gær var m.a. gengið frá ráðningu nýs gæðastjóra, fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs og sviðsstjóra menn­ing­ar- og tóm­stunda­sviðs.

Í til­kynn­ingu frá Sam­fylk­ing­unni seg­ir, að full­trú­ar flokks­ins hafi lagt til að stöðurn­ar  yrðu aug­lýst­ar í sam­ræmi við starfs­manna­stefnu bæj­ar­ins og lög­um um op­in­bera stjórn­sýslu. Þeirri til­lögu hafi verið hafnað með þeim rök­um að verið væri að gefa starfs­mönn­um bæj­ar­ins tæki­færi til fram­gangs í starfi.  Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi bent á, að aug­lýs­ing úti­loki ekki fram­gang starfs­manna bæj­ar­ins í starfi en tryggi aft­ur á móti að þeir eigi all­ir jafna mögu­leika til þess fram­gangs en ekki ein­ung­is þeir sem meiri­hlut­inn velji sér­stak­lega.

Sam­fylk­ing­in gagn­rýn­ir sér­stak­lega, að í starf sviðsstjóra fræðslu­sviðs hafi verið ráðinn ein­stak­ling­ur, sem hafi unnið hjá Kópa­vogs­bæ í nokkra mánuði og hafi ekki fag­leg­an bak­grunn í mennta­geir­an­um held­ur sé  stjórn­mála­fræðing­ur með meist­ara­próf í starfs­manna­stjórn­un. Seg­ist flokk­ur­inn telja, að telj­um við að það skipti máli fyr­ir skóla­stjóra í Kópa­vogi og þar með metnaðarfullt skólastarf að fag­leg­ur leiðtogi  sé vel menntaður á sviði skóla­mála með mark­tæka reynslu og þekk­ingu af fræðslu- og upp­eld­is­mál­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert