Gamall draumur að rætast

Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham, kona hans, við burstabæinn
Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham, kona hans, við burstabæinn mbl.is/G. Rúnar

Reisulegur burstabær hefur vakið athygli gesta og gangandi á Álftanesi undanfarið og ýmsir talið að þar væri um minjasafn að ræða.

Það eru hins vegar þau Bogi Jónsson og Narumon Sawangjaitham kona hans, sem oftast er kölluð Nok sem eiga heiðurinn af byggingu bæjarins sem þau fluttu nýlega inn í. „Eftir smá nudd í bæjarstjórninni fékk ég leyfi til að byggja hérna en mönnum fannst þetta dálítið skringilegt að ætla að byggja burstabæ til að búa í, eðlilega,“ segir Bogi og hlær dátt.

„Ég teiknaði bæinn upp og fékk byggingarverkfræðing til að gera burðarvirki og löglegar teikningar en hugmyndin kom frá mynd sem ég teiknaði sjö ára gamall í skóla. Mig hefur alltaf langað til að byggja burstabæ og vildi byggja hús sem liti út fyrir að hafa alltaf verið hérna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka