Kappakstur endaði illa

Harður þriggja bíla árekstur varð í nótt við Hringbraut 44. Þar öttu tveir ökumenn kappi á miklum hraða að sögn íbúa og rákust á leigubíl. Einn bílanna endaði á húsvegg svo sprakk úr steypu og gluggi brotnaði. Annar eyðilagði gönguljós til móts við Grenimel. Bílarnir eru taldir gerónýtir en ökumenn sluppu með skrekkinn.

Mildi þykir að gangandi vegfarendur urðu ekki fyrir bílunum en skömmu fyrir glæfraaksturinn var fólk á gangstéttinni við slysstað.

Íbúar á svæðinu hafa lengi óttast að árekstur sem þessi gæti orðið þar sem kappakstur um miðjar nætur á Hringbraut er tíður.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka