Óhapp á kvartmílubrautinni

Ófeigur Örn Ófeigsson

Óhapp varð á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni í dag þegar einn bíllinn þeyttist út af veginum. Ökumaður slapp vel frá slysinu.

Bíllinn var rétt kominn fram fyrir vegrið sem liggur meðfram brautinni þegar hann byrjaði að rása og hvarf loks í rykmekki, að sögn áhorfanda.

Bíllinn nam staðar skammt frá þeim stað sem vegurinn liggur inn á svæðið og var verið að aka bifreið eftir veginum þegar atvikið varð.

Bílstjóri kvartmílubílsins stóð sjálfur upp úr bílnum en var síðan fluttur á heilbrigðisstofnun til rannsóknar. Hann mun einungis hafa slasast lítillega og sennilega vildi það honum til láns að bíllinn hélst á réttum kili.

Að sögn viðstaddra var talsverður strekkingur við brautina og má vera að það hafi haft áhrif á það að bílstjórinn missti bílinn utan brautar.

Bíllinn í upphafi keppni.
Bíllinn í upphafi keppni. Ófeigur Örn Ófeigsson
Eins og sjá má þá nam bíllinn staðar skammt frá …
Eins og sjá má þá nam bíllinn staðar skammt frá veginum. Svartur bíll er þarna að koma að. Ófeigur Örn Ófeigsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert