Á sunnudag nk. mun Sigurbjörn Einarsson biskup prédika við hátíðarmessu í Reykholtskirkju. Sigurbjörn var vígður sem biskup yfir Íslandi árið 1959, þá 47 ára að aldri og gegndi embættinu til ársins 198i. Hann er orðinn 97 ára gamall.
Prófasturinn séra Þorbjörn Hlynur Árnason og séra Brynjólfur Gíslason þjóna fyrir altari ásamt sóknarprestinum séra Geir Waage. Reykholtskórinn flytur nokkur lög og að messu lokinni verður boðið upp á hefðbundið messukaffi.