Gert er ráð fyrir suðaustan 8-13 metrum á sekúndu suðvestanlands í dag en annars mun hægari vindi. Veðurstofan segir að það verði skýjað með köflum en þokuloft úti við norður- og austurströndina. Í kvöld fer að rigna sunnan- og vestanlands en á morgun verður hægara og úrkominna. Hiti verður víða 15 til 20 stig í dag en allt að 25 stigum á Norðausturlandi.