Blaðberi stóð þjóf að verki

Blaðberi Morgunblaðsins elti í gærmorgun, laugardag, uppi mann sem brotist hafði inn í bíl og haft muni úr honum á brott með sér. Við blaðaútburð í morgunsárið sá blaðberinn hvar maður reyndi að komast inn í bíla í Laugardalnum í Reykjavík. Hafði hann því hægt um sig en þegar hann heyrði brothljóð og sá manninn taka á rás hringdi hann á lögreglu og hóf eftirför.

Elti blaðberinn manninn og leiðbeindi lögreglu símleiðis um ferðir hans. Lögregla kom eftir fáar mínútur og handtók manninn sem veitti ekki mótspyrnu.

Blaðberinn hefur stundað blaðburð síðastliðin sjö ár en hefur ekki lent í neinu af þessu tagi áður. Hann segist þó hafa orðið var við ýmislegt í starfi sínu og jafnvel séð menn ganga milli húsa og taka í hurðarhúna. Blaðberar megi alltaf eiga von á slíku á þeim tíma dags sem þeir vinna. Hann vill þó ekki meina að þetta séu fastir liðir í lífi blaðbera og segist ekki verða mikið var við dularfullar mannaferðir í morgunrökkrinu. skulias@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert