Fékk ungur áhuga á Íslandi

Michal Sikorski.
Michal Sikorski.

„Auðvitað eru líka til Pólverjar eins og ég, sem taka ástfóstri við landið og setjast hér að,“ segir Michal Sikorski, ræðismaður Póllands á Íslandi, en hann er að koma sér fyrir í nýrri skrifstofu í Skúlatúni 2.

Sikorski segir, að áhugi sinn á Íslandi hafi vaknað þegar hann var aðeins 13 ára og síðan hafi hann lesið sér mikið til um land og þjóð.

Segir hann, að hann hafi mikinn hug á að kynna pólska menningu og efla tengslin milli atvinnulífs í löndunum báðum.

Sikorski segir, að margir Pólverjar vilji setjast hér að en langflestir séu hér um stundarsakir og margir á förum. Ástæðan sé ekki síst gengishrunið. Áður voru laun á Íslandi allt að fimm sinnum hærri en í Póllandi en nú aðeins tvöfalt hærri og er þá ekki tekið tillit til framfærslukostnaðar hér. | 6

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka