Fékk ungur áhuga á Íslandi

Michal Sikorski.
Michal Sikorski.

„Auðvitað eru líka til Pól­verj­ar eins og ég, sem taka ást­fóstri við landið og setj­ast hér að,“ seg­ir Michal Si­korski, ræðismaður Pól­lands á Íslandi, en hann er að koma sér fyr­ir í nýrri skrif­stofu í Skúla­túni 2.

Si­korski seg­ir, að áhugi sinn á Íslandi hafi vaknað þegar hann var aðeins 13 ára og síðan hafi hann lesið sér mikið til um land og þjóð.

Seg­ir hann, að hann hafi mik­inn hug á að kynna pólska menn­ingu og efla tengsl­in milli at­vinnu­lífs í lönd­un­um báðum.

Si­korski seg­ir, að marg­ir Pól­verj­ar vilji setj­ast hér að en lang­flest­ir séu hér um stund­ar­sak­ir og marg­ir á för­um. Ástæðan sé ekki síst geng­is­hrunið. Áður voru laun á Íslandi allt að fimm sinn­um hærri en í Póllandi en nú aðeins tvö­falt hærri og er þá ekki tekið til­lit til fram­færslu­kostnaðar hér. | 6

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert