Greiddu 15,5 milljónir fyrir tillögur

Tillaga að nýjum Listaháskóla við Laugaveg.
Tillaga að nýjum Listaháskóla við Laugaveg.

Nýbygging Listaháskóla Íslands á horni Laugavegar og Frakkastígs hefur valdið töluverðum deilum síðan vinningstillagan var kynnt fyrir aðeins 10 dögum og kallar Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir málefnalegri umræðu.

Ljóst er að félagið Samson properties, sem kemur að verkinu, hefur lagt út í umtalsverðan kostnað vegna hönnunarsamkeppninnar. Samtals fengu fimm keppendur á síðari stigum keppninnar 7,5 milljónir fyrir tillögur sínar auk þess sem þrjár bestu tillögurnar hlutu átta milljónir, þar af fékk vinningstillagan fjórar. Greiðslur Samson vegna keppninnar nema því samtals 15,5 milljónum króna.

Bæði Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og Torfusamtökin hafa gagnrýnt að Laugavegur 43 og 45 verði rifin skv. tillögunni. Torfusamtökin segja miður að nýbyggingin verði ekki löguð að einkennum byggðar og undir það tekur Ólafur sem segir nauðsynlegt að nýbyggingin lagi sig að þeim kröfum sem borgin gerir um varðveislu 19. aldar götumyndar Laugavegarins.

Í kjölfar þessarar gagnrýni sem nýbyggingin hefur legið undir sendu aðstandendur keppninnar frá sér yfirlýsingu í gær en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

ylfa@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert