Fjör á Fáskrúðsfirði

Hlaupararnir fræknu.
Hlaupararnir fræknu. Albert Kemp

Hátíðahöld héldu áfram í morgun á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði með ýmsum uppákomun.

Hlaupið var Fáskrúðsfjarðarhlaup frá gamla franska spítalanum í Hafnarnesi og að gamla grunni hans á Fáskrúðsfirði og er leiðin 19,3 km. Tóku fimmtán hlauparar tóku þátt í hlaupinu sem er aukning frá því í fyrra.

Hreinn Þorvaldsson sem heldur málverkasýningu á hátíðinni gaf málverk af firðinum þar sem liggja franskar skútur. Málverkið er gefið Fjarðabyggð og á að vera í franska safninu á staðnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert