Mærumessa í bongóblíðu

Mærumessa á Húsavík. Húsið Kvíabekkur er í baksýn.
Mærumessa á Húsavík. Húsið Kvíabekkur er í baksýn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson.

Í morgun var svokölluð mærumessa í skrúðgarðinum við Búðará á Húsavík. Þar messaði sóknarprestur Húsvíkinga, séra Sighvatur Karlsson, við Kvíabekk í bongóblíðu.

Um undirleik á harmonikku sá Sigurður Hallmarsson en ríflega fimmtíu manns voru viðstaddir Mærumessuna sem séra Sighvatur sagði vera komna til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert