Viðbúnaður vegna flugvélar

Flugvirkjar og slökkviliðsmenn huga að hreyfli vélarinnar eftir lendinguna.
Flugvirkjar og slökkviliðsmenn huga að hreyfli vélarinnar eftir lendinguna. mbl.is/Hilmar Bragi

Flug­vél Icelanda­ir til New York sem tók á loft klukk­an 17:15 var snúið við aft­ur vegna gangtrufl­ana í hreyfli. Full­ur viðbúnaður var á flug­braut­inni en vél­in lenti heilu og höldnu klukk­an 17:26.

Flug­stjóri vél­ar­inn­ar varð var við gangtrufl­an­ir í hreyfli við flug­tak og ákvað að lenda vél­inni aft­ur. Var því full­ur viðbúnaður á vell­in­um er vél­in lenti. Eng­inn um borð mun hafa meiðst og gekk lend­ing­in vel. Stend­ur vél­in á braut­inni og verið er að kanna ástand henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert