Svamlað í Húsavíkurhöfn

Margmenni fylgdist með tónleikum við Kaffi Skuld í gærdag.
Margmenni fylgdist með tónleikum við Kaffi Skuld í gærdag. Hafþór Hreiðarsson

Nokk­ur er­ill var hjá lög­regl­unni á Húsa­vík í nótt en nú standa þar yfir Mæru­dag­ar. Tvö um­ferðaró­höpp urðu þar í gær­kvöldi. Ein­hver læti voru á svæði og nokkr­ir stungu sér til sunds í höfn­inni.

Fólks­bíll ók út af í Ljósa­vatns­skarði og var einn flutt­ur á sjúkra­hús með minni­hátt­ar meiðsl. Þá valt bíll skammt norðan við Kópa­sker. Einn var í bíln­um og meidd­ist hann ekki. Bíll­inn hafnaði á toppn­um og er tals­vert skemmd­ur.

Lög­regl­an hafði tals­vert að gera í nótt og voru flest út­köll­in vegna ölv­un­ar. Mik­il slags­mál brut­ust út í nótt og voru fjór­um komið á sjúkra­hús til skoðunar. Áverk­ar voru lít­ils­hátt­ar. Þrem­ur öðrum var einnig komið á sjúkra­hús vegna ölv­un­ar­mála og reynd­ust þeir einnig hafa lít­ils­hátt­ar áverka.

Þá datt maður við skemmti­stað í bæn­um og var hann meðvit­und­ar­laus er að var komið.Var hann sömu­leiðis flutt­ur á sjúkra­hús.

Lög­regl­an var svo kölluð til um hálf fimm í morg­un að Húsa­vík­ur­höfn. Þar voru þrír menn að synda um, nakt­ir. Menn­irn­ir voru beðnir að koma sér til lands, klæða sig og koma sér heim. Urðu þeir við ósk­um lög­regl­unn­ar.

Lög­regl­an er nokkuð ánægð með helg­ina enn sem komið er. Milli fimm og sex þúsund manns taka þátt í hátíðinni og við því að bú­ast að verk­efni skap­ist fyr­ir lög­regl­una. Sagði hún hátíðina fara í heild­ina vel fram. Ein­muna blíða sé á staðnum og stemn­ing­in góð.

Margt er um manninn á Húsavík vegna Mærudaga 2008.
Margt er um mann­inn á Húsa­vík vegna Mæru­daga 2008. mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert