Auðlindaleit á Drekasvæðinu milli Jan Mayen og Íslands

Ætl­un­in er að verja 160 millj­ón­um króna til þess að rann­saka hvort olíu geti verið að finna á hinu svo­kallaða Dreka­svæði á milli Jan Mayen og Íslands. Í frétta­skýr­ingu Arnþórs Helga­son­ar blaðamanns í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram að margt er líkt með hafs­botn­in­um á Dreka­svæðinu og botn­in­um á norska land­grunn­inu.

Rann­sókn­ar­skipið Árni Friðriks­son er ný­komið úr leiðangri þar sem rúm­lega tíu þúsund fer­kíló­metra svæði á hafs­botn­in­um nyrst á Dreka­svæðinu var kort­lagt og nú liggja því fyr­ir mun ná­kvæm­ari upp­lýs­ing­ar um það en áður.

„Meðal þess sem við mæld­um voru hol­ur um 15 m djúp­ar og allt að 700 m í þver­mál. Slík­ar hol­ur í set­lög­um hafa mikið verið rann­sakaðar því að þær hafa víða fund­ist á olíu­vinnslu­svæðum eins og í Norður­sjón­um,“ seg­ir Guðrún Helga­dótt­ir, jarðfræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, sem stýrði leiðangr­in­um.

Olí­an hef­ur breytt norsk­um efna­hag. Nú eru bundn­ar von­ir við að olía finn­ist við Græn­land. Banda­rísk­ir vís­inda­menn sögðu ný­lega frá því að mikl­ar olíu­lind­ir gæti verið að finna á norður­póln­um. Það verður hins veg­ar að segj­ast að frétt­ir af nýj­um ol­íu­svæðum hljóma um þess­ar mund­ir eins og til­kynn­ing um leng­ingu á gálga­fresti til þess að leita nýrra leiða til að upp­fylla orkuþarf­ir mann­kyns.

Rann­sókn­irn­ar á Dreka­svæðinu lúta að und­ir­bún­ingi út­gáfu sér­leyfa til leit­ar, rann­sókna og vinnslu á olíu og gasi þar. Lík­legt er að olíu­fé­lög muni sýna þessu svæði áhuga. Eft­ir því sem olíu­verð hækk­ar verða þau til­bú­in til að leggja í meiri kostnað og setja erfiðar aðstæður síður fyr­ir sig.

Ef olía finnst gæti það reynst búhnykk­ur fyr­ir Íslend­inga. Það er hins veg­ar full­kom­lega ótíma­bært að binda mikl­ar von­ir við olíu. Hins veg­ar er full ástæða til þess að leggja auk­inn kraft í þróun vist­vænn­ar orku. All­ar for­send­ur eru fyr­ir hendi til þess að gera Ísland óháð olíu. Þró­un­in í fram­leiðslu vist­hæfra öku­tækja er hröð.

Enn er vita­skuld deilt um það hvaða leið eigi að fara og eng­in leið að sjá hvort met­an, vetni, raf­magn eða aðrir kost­ir verða ofan á. Þótt olía gæti – tíma­bundið – orðið ís­lensk út­flutn­ings­vara á að leggja áherslu á að finna leiðir til að losna úr viðjum ol­í­unn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert