Breikkun hluta Reykjanesbrautar boðin út

Reykjanesbraut hefur verið breikkuð á stórum kafla.
Reykjanesbraut hefur verið breikkuð á stórum kafla. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í for- og verkhönnun breikkunar Reykjanesbrautar úr tveimur akreinum í fjórar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar að Bikhellu, um 3,3 km.

Í verkinu felst m.a. for- og verkhönnun breikkunar mislægra gatnamóta við Strandveg, nýrra mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg, rampa og vegtenginga við mislægu gatnamótin, þriggja mislægra gönguleiða og hljóðvarna. 

Skilafrestur í útboðinu er til 2. september í haust. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert