Fékk tjaldsúlu í augað

Þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar sótti á sunnu­dags­morg­un slasaða konu í Flat­ey á Breiðafirði. Kvöldið áður hafði hún fengið tjaldsúlu í augað. Svo vel vildi til að augn­lækn­ir var í eynni og hann taldi kon­unni ekki liggja mikið á að kom­ast und­ir lækn­is­hend­ur. Mælti hann með að hún héldi suður dag­inn eft­ir.

Morg­un­inn eft­ir var kon­an sár­kval­in og mikið bólg­in. Eng­in aðstaða eða verkjalyf voru til­tæk og fyr­ir­séð að kon­an næði ekki til Reykja­vík­ur fyrr en und­ir kvöld. Land­helg­is­gæsl­an var því feng­in til að sækja hana og ferja til Reykja­vík­ur. Flaug þyrl­an með hana á Reykja­vík­ur­flug­völl og þaðan ók sjúkra­bíll henni á Land­spít­al­ann við Hring­braut.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert