Íslenskar mjólkurafurðir þær bestu í þessum heimshluta

Jón Kjartansson segist ekki skilja þá stjórnmálamenn sem ekki vilja skoða mögulega þátttöku í Evrópusambandinu af alvöru. Nú sé nauðsynlegt að huga að þeim málum. „Við getum ekki búið við þessar sveiflur í efnahagslífinu,“ segir hann. „Bændur eiga að búa sig undir aukna samkeppni við innfluttar vörur og vera óhræddir við það. Íslenskar landbúnaðarafurðir ættu að hafa verið fáanlegar á evrópskum mörkuðum síðustu tuttugu árin. Íslenskar mjólkurafurðir eru þær bestu í þessum heimshluta. Við eigum nóg af vatni, hreint loft og nóg af ónýttu landrými til að framleiða matvæli, fyrir okkur sjálf og til útflutnings.

Ég held að menn átti sig ekki almennilega á því hvað við eigum gífurlega mikla möguleika á því að standast þá samkeppni. Það er algjör tímaskekkja að vera undir verndarvæng hins opinbera. Við eigum að byggja búin upp af þeirri stærðargráðu að við getum keppt við hvern sem er. Þrátt fyrir að það séu erfiðir tímar núna, með gríðarlegri hækkun á aðföngum, áburði, olíu og fóðurbæti eiga menn ekki að einblína á það og detta í einhverja svartsýni. Við eigum þvert á móti að snúast til varnar, byggja búin upp og gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að lifa við þetta. Matvælaframleiðsla er hverri þjóð nauðsynleg ef hún ætlar að halda sjálfstæði sínu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert