Íslenskar mjólkurafurðir þær bestu í þessum heimshluta

Jón Kjart­ans­son seg­ist ekki skilja þá stjórn­mála­menn sem ekki vilja skoða mögu­lega þátt­töku í Evr­ópu­sam­band­inu af al­vöru. Nú sé nauðsyn­legt að huga að þeim mál­um. „Við get­um ekki búið við þess­ar sveifl­ur í efna­hags­líf­inu,“ seg­ir hann. „Bænd­ur eiga að búa sig und­ir aukna sam­keppni við inn­flutt­ar vör­ur og vera óhrædd­ir við það. Íslensk­ar land­búnaðar­af­urðir ættu að hafa verið fá­an­leg­ar á evr­ópsk­um mörkuðum síðustu tutt­ugu árin. Íslensk­ar mjólkuraf­urðir eru þær bestu í þess­um heims­hluta. Við eig­um nóg af vatni, hreint loft og nóg af ónýttu land­rými til að fram­leiða mat­væli, fyr­ir okk­ur sjálf og til út­flutn­ings.

Ég held að menn átti sig ekki al­menni­lega á því hvað við eig­um gíf­ur­lega mikla mögu­leika á því að stand­ast þá sam­keppni. Það er al­gjör tíma­skekkja að vera und­ir vernd­ar­væng hins op­in­bera. Við eig­um að byggja búin upp af þeirri stærðargráðu að við get­um keppt við hvern sem er. Þrátt fyr­ir að það séu erfiðir tím­ar núna, með gríðarlegri hækk­un á aðföng­um, áburði, olíu og fóður­bæti eiga menn ekki að ein­blína á það og detta í ein­hverja svart­sýni. Við eig­um þvert á móti að snú­ast til varn­ar, byggja búin upp og gera þær ráðstaf­an­ir sem eru nauðsyn­leg­ar til að lifa við þetta. Mat­væla­fram­leiðsla er hverri þjóð nauðsyn­leg ef hún ætl­ar að halda sjálf­stæði sínu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert