Samtökin Saving Iceland stöðvuðu í morgun vinnu við jarðhitaborholu á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun.
Segir í tilkynningu frá samtökunum, að tveir tugir manna hafi læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána þar sem stendur: Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru lögreglumenn á leiðinni á vettvang til þess að kanna aðstæður.