Með aðgerðir á Hellisheiði

Búðir Saving Iceland á Hellisheiði.
Búðir Saving Iceland á Hellisheiði. mbl.is/Frikki

Sam­tök­in Sa­ving Ice­land stöðvuðu í morg­un vinnu við jarðhita­bor­holu á Hengilsvæðinu, þar sem Orku­veita Reykja­vík­ur stækk­ar nú Hell­is­heiðar­virkj­un.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um, að tveir tug­ir manna hafi læst sig við vinnu­vél­ar og klifrað upp á bor­inn til að hengja upp fána þar sem stend­ur: Orku­veita Reykja­vík­ur burt frá Hell­is­heiði og Jemen.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi eru lög­reglu­menn á leiðinni á vett­vang til þess að kanna aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert