Tæplega tvítugur piltur var stöðvaður í Bankastræti í Reykjavík aðfaranótt laugardags en sá ók bílnum sínum upp gegn einstefnu. Ökumaðurinn var látinn blása í öndunarmæli lögreglunnar en reyndist allsgáður.
Aðspurður um ökuferðina sagðist hann hafa talið sig vera á leiðinni upp Hverfisgötu og segir lögreglan, að svo virðist sem pilturinn sé ekki mjög kunnugur í miðborginni af þessu að dæma. Ökumanninum utangátta var svo snúið við og ekki er annað vitað en hann hafi komist heill á leiðarenda.