Þurfa að passa að fylla ekki firðina

„Við sjá­um að sjó­stang­veiðin hef­ur um­tals­verð veltu­áhrif enda hef­ur hún áhrif á þjón­ust­una á viðkom­andi stað og ýmis störf skap­ast í kring­um hana. Þá hafa auðvitað verið gerðar mikl­ar fjár­fest­ing­ar í kring­um iðnaðinn og við vit­um ekki al­veg hve lang­ur tími líður þar til þær borga sig til baka,“ seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son, bæj­ar­stjóri á Ísaf­irði.

Mik­ill vöxt­ur hef­ur verið í sjó­stang­veiði á Vest­fjörðum frá því hún varð hluti af ferðaþjón­ustu árið 2006. Talið er að um 3.000 er­lend­ir ferðamenn heim­sæki Vest­f­irði í sum­ar í þeim til­gangi að fanga fisk úr út­haf­inu.

„Þeir voru um 2.000 í fyrra. Skýr­ing­in er ef­laust sú að þá veidd­ist svo rosa­lega mikið af lúðu hérna. Því koma marg­ir veiðimenn hingað í ár,“ seg­ir Elías Guðmunds­son hjá sjó­stang­veiðifyr­ir­tæk­inu Hvíld­arkletti ehf.

Sjó­stang­veiði get­ur þó verið óstöðugur at­vinnu­veg­ur enda mis­jafnt hvert straum­ur veiðimanna ligg­ur. „Hér þarf að passa að ekki ger­ist það sama og í Nor­egi. Þar fyllt­ust smám sam­an all­ir firðir af bát­um og þá misstu veiðarn­ar all­an sjarma. Þá misstu þeir viðskipt­in. Við þurf­um að passa að þetta ger­ist ekki hérna,“ seg­ir Shir­an Þóris­son hjá At­vinnuþró­un­ar­fé­lagi Vest­fjarða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert