Tvöfalt meiri innflutningur?

Ná­ist sam­komu­lag í Doha-viðræðunum á þeim nót­um sem rætt hef­ur verið um síðustu daga má bú­ast við að heim­ilt verði að flytja til lands­ins helm­ingi meira af svína­kjöti, kjúk­ling­um, nauta­kjöti og ost­um á lág­mark­s­toll­um en leyft hef­ur verið til þessa. Inn­flutn­ing­ur­inn gæti þá numið 7-10% af inn­an­landsneyslu.

Mjög tví­sýnt er hvort sam­komu­lag ná­ist í Doha-viðræðum en samn­ingalota hef­ur staðið í Genf und­an­farna daga. Á föstu­dag þokuðust samn­inga­menn í átt til sam­komu­lags og var þá ákveðið að halda viðræðum áfram. Sig­ur­geir Þor­geirs­son, ráðuneyt­is­stjóri í sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðarráðuneyt­inu, seg­ir að ger­ist ekk­ert í dag muni þessi lota lík­lega renna út í sand­inn. „En það er eng­in leið að átta sig á hvernig þetta fer.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert