Tvöfalt meiri innflutningur?

Náist samkomulag í Doha-viðræðunum á þeim nótum sem rætt hefur verið um síðustu daga má búast við að heimilt verði að flytja til landsins helmingi meira af svínakjöti, kjúklingum, nautakjöti og ostum á lágmarkstollum en leyft hefur verið til þessa. Innflutningurinn gæti þá numið 7-10% af innanlandsneyslu.

Mjög tvísýnt er hvort samkomulag náist í Doha-viðræðum en samningalota hefur staðið í Genf undanfarna daga. Á föstudag þokuðust samningamenn í átt til samkomulags og var þá ákveðið að halda viðræðum áfram. Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu, segir að gerist ekkert í dag muni þessi lota líklega renna út í sandinn. „En það er engin leið að átta sig á hvernig þetta fer.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert