Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að engin ríkisstjórn mundi horfa upp á það aðgerðalaus ef meiriháttar kreppa kæmi upp í fjármálakerfinu, það mundi ógna almannahagsmunum. Því yrði í nafni almannahagsmuna að grípa til aðgerða til að vernda þá hagsmuni, ekki hluthafa bankanna.
Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins. Tekur Illugi þar undir þau sjónarmið sem Joseph Stiglitz, prófessor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum, hefur sett fram, að þurfi ríkisvaldið að koma bönkum til aðstoðar vegna fjármálakreppunnar þá verði það gert á forsendum almennings, ekki hluthafa bankanna.