Fullur á hjóli

Karlmaður um fertugt var handtekinn í miðborginni í nótt en sá reyndi að stjórna reiðhjóli með misjöfnum árangri. Þegar lögreglan fékk tilkynninguna um reiðhjólamanninn var hann sagður neðarlega á Laugavegi en með upplýsingunum fylgdi að aksturslag mannsins væri ansi skrykkjótt.

Lögreglumenn brugðust snarlega við og svipuðust um eftir manninum. Þeir fundi hann í Austurstræti og var maðurinn, sem var verulega ölvaður, handtekinn hið snarasta enda ljóst að hann var hvorki fær um að stjórna þessum fararskjóta né öðrum farartækjum yfirleitt.

Hjólreiðamaðurinn tók afskiptum lögreglu mjög illa og neitaði að segja til nafns en hann var færður á lögreglustöð og látinn sofa úr sér áfengisvímuna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert