Furðar sig á einræðistilburðum

00:00
00:00

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir vara­borg­ar­full­trúi  Frjá­slynda flokks­ins er sam­mála borg­ar­stjóra um að varðveita beri göt­mynd Lauga­veg­ar og  verðlauna­til­laga um Lista­há­skóla sé ekki heppi­leg. Hún seg­ist þó furða sig á ógeðfelld­um stjórn­ar­hátt­um hans og ein­ræðistill­b­urðum en hann rak Ólöfu Guðnýju Valdi­mars­dótt­ur  úr Skipu­lags­ráði eft­ir að hún sagði ekki eðli­legt að tjá sig um til­lög­una fyrr en skipu­lags­ráð hefði komið sam­an.

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir vara­borg­ar­full­trúi  hef­ur fylgt minni­hlut­an­um að mál­um eft­ir að Ólaf­ur F. Magnús­son myndaði nú­ver­andi meiri­hluta með Sjálf­stæðis­flokki. Hún seg­ir að meiri­hlut­inn hafi oft verið tæp­ur og sé það einnig núna. Hanna Birna reyni þó að bakka borg­ar­stjór­ann upp,  ekki síst til að vernda sína póli­tísku framtíð sem borg­ar­stjóri  eft­ir fyrsta mars á næsta ári. 

Mar­grét Sverr­is­dótt­ir von­ar að meiri­hlut­inn springi ekki á þessu máli.  Hún seg­ir að al­menn­ing­ur sé bú­inn að fá nóg af hringlanda­hætti. Best sé að nú­ver­andi  meiri­hluti haldi áfram að grafa sína eig­in gröf fram að kosn­ing­um. Þá sé hægt að byrja með hreint borð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert