Mikil blíða

Fjölmenni er á ylströndinni í Nauthólsvík í blíðunni.
Fjölmenni er á ylströndinni í Nauthólsvík í blíðunni. mbl.is/Árni Sæberg

Þrátt fyr­ir að ein­muna blíða og hiti sé nú í höfuðborg­inni hef­ur ekki fallið hita­met, en meiri lík­ur eru á að það verði á morg­un, þegar horf­ur eru á enn betra veðri.

Að sögn Björns Sæv­ars Ein­ars­son­ar veður­fræðings var 21 stigs hiti sam­kvæmt sjálf­virk­um mæli í Öskju­hlíðinni nú síðdeg­is, en á veður­stöðvum á Geld­inga­nesi, Korpu og Hólms­heiði, mæld­ist einni gráðu bet­ur.

Björn seg­ir að hlýrra kunni að verða á morg­un, „það er að segja ef haf­gol­an skemm­ir ekki fyr­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert