Neituðu sök fyrir dómi

Frá aðgerðum Saving Iceland í gær.
Frá aðgerðum Saving Iceland í gær. mbl.is/Daníel

Ákæra Lög­reglu­stjór­ans í Árnes­sýslu á hend­ur sjö manns sem hand­tekn­ir voru á vinnusvæðum á Skarðsmýr­ar­fjalli í gær var þing­fest í Héraðsdómi Suður­lands eft­ir há­degið í dag. Fyr­ir dómi neituðu ákærðu sök og var aðalmeðferð í mál­inu frestað til 19. ág­úst n.k.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar á Sel­fossi hafa Útlend­inga­stofu verið send gögn máls­ins til skoðunar en ekki er talið lík­legt að efni séu til brott­vís­un­ar þeirra skv. ís­lensk­um lög­um.

Ákær­an er í þrem­ur liðum og telj­ast brot sjö­menn­ing­anna varða við 231. gr. al­mennra hegn­ingalaga, 19. gr., sbr. 41. gr. lög­reglu­laga og 1. mgr. 1. gr. og 11. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. lög­reglu­samþykkt­ar fyr­ir Árnes­sýslu. Hinir ákærðu, sem eru frá 6 þjóðlönd­um, höfðu dvalið í fanga­geymsl­um lög­regl­unn­ar frá því þau voru hand­tek­in en voru lát­in laus eft­ir þing­fest­ingu máls­ins.

Í mál­inu gera Orku­veita Reykja­vík­ur og Klæðning hf kröfu um bæt­ur, sam­tals að upp­hæð rúm­lega 500 þúsund­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert