Neituðu sök fyrir dómi

Frá aðgerðum Saving Iceland í gær.
Frá aðgerðum Saving Iceland í gær. mbl.is/Daníel

Ákæra Lögreglustjórans í Árnessýslu á hendur sjö manns sem handteknir voru á vinnusvæðum á Skarðsmýrarfjalli í gær var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands eftir hádegið í dag. Fyrir dómi neituðu ákærðu sök og var aðalmeðferð í málinu frestað til 19. ágúst n.k.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi hafa Útlendingastofu verið send gögn málsins til skoðunar en ekki er talið líklegt að efni séu til brottvísunar þeirra skv. íslenskum lögum.

Ákæran er í þremur liðum og teljast brot sjömenninganna varða við 231. gr. almennra hegningalaga, 19. gr., sbr. 41. gr. lögreglulaga og 1. mgr. 1. gr. og 11. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr. lögreglusamþykktar fyrir Árnessýslu. Hinir ákærðu, sem eru frá 6 þjóðlöndum, höfðu dvalið í fangageymslum lögreglunnar frá því þau voru handtekin en voru látin laus eftir þingfestingu málsins.

Í málinu gera Orkuveita Reykjavíkur og Klæðning hf kröfu um bætur, samtals að upphæð rúmlega 500 þúsundir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert